Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 4 . mál.


268. Nefndarálit



um frv. til l. um staðla.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur rætt frumvarpið á fundum sínum og fengið til viðtals Finn Sveinbjörnsson frá iðnaðarráðuneytinu, Hallgrím Jónasson og Jóhannes Þorsteinsson frá Iðntæknistofnun og Þorbjörn Karlsson frá Staðlaráði.
    Nefndin leggur áherslu á að ákvörðun um framtíðarstöðu Staðlaráðs verði tekin með samkomulagi við alla hlutaðeigandi aðila. Þegar nefndin fjallaði um málið barst henni umsögn frá iðnaðarráðuneytinu þar sem segir m.a.:
    „Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi sinnir Staðlaráð Íslands staðlamálum fyrir hönd stjórnar Iðntæknistofnunar. Í þessu felst í rauninni að Staðlaráð Íslands er eins konar stjórn yfir staðladeild Iðntæknistofnunar án þess þó að bera endanlega ábyrgð á starfsmannahaldi eða fjármálum deildarinnar. Ráðuneytið telur því eðlilegt að í þeim starfsreglum, sem Staðlaráð Íslands á að setja sér skv. 4. gr. frumvarpsins og ráðherra að staðfesta, verði þess freistað að sníða helstu agnúana af þessu fyrirkomulagi.“
    Nefndinni þykir rétt að taka það fram að hún er eindregið þeirrar skoðunar að Staðlaráð Íslands skuli notfæra sér þjónustu staðladeildar Iðntæknistofnunar en gerir ekki tillögu um það að svo stöddu að binda slíkt sérstaklega í lög.
    Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt frumvarpsins.
    Fjarstaddur afgreiðslu málsins var Guðjón Guðmundsson.

Alþingi, 5. nóv. 1992.



Össur Skarphéðinsson,

Pálmi Jónsson.

Sigríður A. Þórðardóttir.


form., frsm.



Svanhildur Árnadóttir.

Svavar Gestsson,

Elín R. Líndal,


með fyrirvara.

með fyrirvara.



Finnur Ingólfsson,

Kristín Einarsdóttir,


með fyrirvara.

með fyrirvara.